Vegan beauty: Húðrútínan mín með rå oils

Það hefur líklegast ekki farið framhjá neinum að ég elska Rå Oils út í gegn og mun líklegast aldrei fá nóg af þeim! Þetta geggjaða mæðgna-dúó hefur unnið hug og hjarta fólks útum allan heim fyrir persónlega sögu, framúrskarandi þjónustu og olíur sem hefur hjálpað hundruði manna að vinna á þrjósku acne, þurrki, örum og fl. Þetta litla fyrirtæki hefur nú teigt anga sína m.a til Bretlands og Frakklands og er ferðalagið þeirra rétt að byrja!

ra oils mother daughter.png

Vörurnar eru fyrir þá sem :

  • Eru að berjast við Acne, roða, ör eða þurrkur og eru búnir að “reyna allt"“ undir sólinni!

  • Vilja viðhalda náttúrlegum ljóma og raka á sem mest náttúrulegan hátt

  • Vilja nota hreinsi sem virkar einnig á make-up og má nota oft á dag

  • Eru vegan, vilja vera umhverfisvænni í notkun og styðja Íslenska framleiðslu

  • Vilja helst halda sér við eina vörutegund í staðin fyrir að blanda fullt af vörumerkjum saman, sem getur oftar en ekki haft slæmar afleiðingar


before after ra oils.png

Um húðina mína

Húðin mín fer í gegnum ótrúlegt daglegt hnjask. Frá óhreinindum frá umhverfinu yfir í sjó 2-3 tíma á dag yfir í að vera stanslaust undir sólinni og inní hjálmum og ég veit ekki hvað og hvað. Síðan fer ég til Íslands reglulega og þá fer húðin mín alltaf í gegnum brjálað sjokk. Ég basically veit ekki hvernig ég myndi líta út á rå oils!!
clear cleanser.png

clear skin cleanser

Persónulega elska ég hreinsinn þeirra lang mest þar sem að hann bara endist og endist. Ég get notað hann tíu sinnum á dag án þess að erta húðina. Ég bý í umhverfi þar sem ég þarf literally að þrífa húðina í hvert sinn sem ég fer út og því er þessi hreinsir SNILLD! Síðan lyktar hann svo vel að ég myndi basically bara kaupa hreinsinn út á lyktina haha. Það er geggjað hvað hann er góður líka í að viðhalda raka og því er hann algjör SNILLD þegar ég fer heim til Íslands í heimsókn og húðin fer í kuldadsjokk með tilheyrandi þurrkublettum.


acne therapy ra oils.png

acne therapy

Síðan nota ég “acne þerapy” eftir þörfum og bara til að við halda húðinni feskri. Mér finnst olían gefa mér svo þægilegan raka og aftur… lyktar svo amazing að ég er orðin háð! Ég nota acne therapy kanski annan hvern dag og bara rétt áður en ég fer að sofa eftir hreinsun.radience clay mask.png

radiance clay mask

Einusinni í viku nota ég síðan maskann þeirra til þess að djúphreinsa og næra. Maskinn losar við þrjósk óhreinindi og mér finnst hann bara eins og einhverskonar “restart” á húðina. Síðan las ég einhverstaðar að það er mikilvægt að “Exfoliate-a” húðina reglulega og ætli að þetta sé ekki mitt framlag til þessa ágætia heilræðis.Toppurinn á tilverunni er síðan sú staðreynd að þær hafa nú byrjað að búa til vörurnar í FERÐASTÆRÐUM. Halelúja sko!!! Ég á litlar flöskur sem ég fylli á þegar ég fer í flug. Síðan eru flöskurnar í endurvinnanlegum umbúðum líka og allt er handblandað heima á Íslandi. Betra verður það ekki!April Smaradottir