Hvernig á að verða "Digital Nomad"

Þið vitið öll hvað ég meina þegar ég skrifa “Digital Nomad”, er það ekki?

Ég hreinlega veit ekki hvernig ég að þýða þetta á íslensku…. stafrænn farandsverkamaður?

Anyway…

Fyrir þá sem ekki vita, þá er “digital nomad” manneskja sem vinnur í gegnum netið og er óháður staðsetningu. Ég held að þetta hugtak hafi hreinlega ekki verið til þegar ég byrjaði að feraðast. En núna er þetta útum allt og margir að spá í því hvernig þeir geta unnið óháðir staðsetningu, enda er heimurinn að breytast og mennirnir með.

Ég bý í Digital Nomad PARADÍS, þar sem allir vinna hart að því að láta þennan lífstíl ganga upp.

Hreinskilni dagins: Það er sjaldan að fólk geti bara ákveðið þetta, droppað öllu og labbað inn í full paying vinnu sem framfleytir þér 100% . Langflestir sem ég þekki hafa þurft að finna sitt place í smá tíma, og þar að meðal ég. En allt harkið og óvissan er klárlega þess virði þar sem það er yndislegt að getað unnið hvar sem er í heiminum!

Ferðalagið mitt

Ég byrjaði ferðalagið mitt á þvi að taka allt háskólanámið mitt í fjarnámi. Þar lærði ég mikið um aga, en agi er mjög mikilvægur þáttur þegar kemur að þessum lífstíl. Þaðan fékk ég nokkur minni verkefni hér og þar : Að auglýsa vörur, skrifa stutta pistla og þessháttar fyrir smá pening. Þessi peningur var alls ekki mikill og tækifærin ekki mörg á þessum tíma en samt nóg til þess að byrja að safna í litla “stafrænal” ferilskrá.

digital nomad.png

Þaðan byrjaði ég að skrifa mun fleiri ferðapistla og opnaði m.a þetta blogg, fyrir sjálfa mig. Ég fékk nú ekki beint greitt fyrir að skrifa á mínu eigin bloggi á þessum tíma en “brandið” RVKGYPSY byrjaði þó að stækka. Fólk sá að mér fannst mjög gaman að skrifa og enn skemmtilegra að ferðast. Þá byrjaði ég að fá verkefni tengd því að skrifa um ferðalög. Ég fékk ekki bara stafræn verkefni út frá því blogginu, heldur einnig fékk ég tækifæri til þess að flytja fyrirlestra, gæda um Asíu, kenna jóga á ótrúlegustu stöðum, búa til content og fleira.

Svo þróaðist þetta áfram og ég fékk tækifæri til þess að sjá um samfélagsmiðla fyrir Íslensk fyrirtæki en var þó ekki með neina þjálfun í því. Ég vann t.d fyrir Sólir í heilt ár frítt áður en eg byrjaði að fá laun en þetta var mjög dýrmætt ár því ég þurfti að æfa mig og ég vissi í raun ekkert hvað ég var að gera! Ég byrjaði að sækja allskonar fyrirlestra og tók námskeið bæði í raunveruleikanum og á netinu til þess að læra meira um umönnun samfélagsmiðla. Ég vann líka í átta mánuði hjá strákunum í Wake Up Reykjavík og The Reykjavík Food walk og fékk bilaða þjálfun þar á ótrúlegustu sviðum, enda þessir strákar með mikinn metnað fyrir markaðsetningu og þróun.

Þaðan komu fleiri samfélagsmiðladjobb á borðið sem borguðu.
Síðan langaði mig að vera meira creative og vinna aðeins nær sálinni minni. Ég byrjaði að bjóða upp á “hobbíið” mitt í gegnum netið, þá tarot lestra og ráðgjöf sem byrjaði smátt og smátt að skila inn pening. Þaðan tók ég námskeið í lífsþjálfun & stjörnuspeki, bara til þess að vera aðeins betri og voilá.

Hér er ég í dag, enn að læra, enn að byggja upp lífstílinn, og þrátt fyrir að þetta sé hark þá er þetta klárlega þess virði. Sérstaklega ef þú ert að gera eitthvað sem þú hefur gaman af!

Núna er ég á fullu að byggja upp RVKGYPSY og er nú m.a að byrja að selja vörur í gegnum síðuna til Íslands og er að vinna í því að búa til netnámskeið og fleira. Maður þarf að vera creative!!

20180427_172243.jpgOk… núna er komið að ykkur!

Til að byrja með getur verið góð regla að spá í því hvar í heiminum þig langar að vera til að byrja með. Góð regla er að vera allavegana á stað þar sem býður upp á gott internet ( Ekki fara til Indlands eða Nepals. Eða vera á bát eins og ég gerði á einum tímapunkti. It’s not gonna work). Það er gott að spá í þessu til þess að vega hversu mikið þú þarft að þéna til þess að lifa þægilega. Balí hefur reynst mér vel vegna þess að

1) Það er ódyrt að búa þarna

2) Það eru svo margir aðrir nómadar þarna sem maður lærir mikið af.

Það eru margar leiðir til þess að finna sér vinnu á netinu en ég verð að segja að það tekur mikinn aga að “mæta í vinnuna” þegar þú þarft oftast ekki að mæta neitt. Annað er að það getur verið svolítið erfitt að taka sín fyrstu skref þar sem oft þarf maður að vera þægilegur með að eiga engan pening til að byrja með, eins og þið sáuð með dæmisögunni minni.

Besta ráðið er að verða góður í því sem þú hefur áhuga á að gera, enda þarf gott fólk í ÖLL svið. Byrjaðu á því að spyrja: Hvað er mitt sérsvið?

Graffískir hönnuðir, rithöfundar, ljósmyndarar, vídeógerðarmenn og tölvunarfræðingar eru líklegast í mest golden málum þegar kemur að þessum lífstíl einmitt núna!

Gott er að joina digital samfélög á facebook eins og t.d þessa og þessa fyrir stelpur og þessa fyrir alla aðra. Mér finnst þessi samfélög rosalega hjálpleg þar sem folk er duglegt að peppa hvort annað og deila hugmyndum.

Langflestir sem ég þekki, og það sem ég geri sjálf, tengist marketing og vinnu á samfélagsmiðlum. Vinna á samfélagsmiðlum er frábær leið til þess að afla sér tekna án þess að þurfa að mæta á einhverja skrifstofu en þetta er samt svið sem er enn frekar nýtt og getur verið tricky að finna vinnu. En þetta er þó svið sem er komið til þess að vera og fyrirtæki eru svona rétt að vakna fyrir því núna.

Ég hef alltaf unnið fyrir íslensk fyrirtæki sem er brilliant því þrátt fyrir að launin eru ekki há, þá eru þau nógu há til þess að lifa á Balí. Svona oftast.

Ef þér finnst gaman að skrifa og skapa, þá hafa margir vinir mínir fundið vinnu í gegnum freelance síður eins og “Upwork” , “Freelance Writing Jobs” , “ Pangian” & “Flexjobs”. Þetta er leið sem mig langar sjálf að færa mig yfir á en hef ekki haft kjarkin í að gera fyrr en núna, haha. Ég er samt meðlimur á öllum þessum síðum og sé að á hverjum degi er verið að auglýsa virkilega djúsí tækifæri.

Mig langar að færa mig úr því að skrifa um ferðalög og skrifa meira af skapandi sögum og veit að þessir vettvangar bjóða upp á mörg slík tækifæri. Vinkona mín vinnur til dæmis alfarið sem “Ghost Writer” í gegnum vinnur sem hún fær í gegnum Upwork.

Ef þú ert mjög skapandi eins og t.d ljósmyndari eða ert góður/góð í að gera heimasíður, búa til tónlist eða ert með þitt eigið startup þá er augljóst að það sé vel hægt að gera það allt í gegnum netið, séstaklega á þessum tíma sem við búum á í dag. Hér þarftu að vera með agann á hreinu og tilbúinn til þess að búa til góðan grunn sem gæti framfleytt þér alfarið í gegnum netið en vertu tilbúinn til þess að leggja góða vinnu í þetta. Vinir mínir sem eru með góða skapandi hæfileika hafa sett upp prófíl í gegnum FIVERR þar sem þeir auglýsa vinnuna sína og njóta góðs af.

Ég á vini sem vinna sem þýðendur, eru virtual aðstoðamenn, selja vörur á ebay eða reka heilu fyrirtækin i gegnum netið. Ég þekki aðra sem búa til skartgripi á Balí og selja útum allan heim, sem vinna við að teikna lógó og teiknimyndasögur, og aðra sem kenna tungumál í gegnum netið. Valmöguleikarnir eru svo margir að það er varla hægt að finna ekki neitt! Eina málið er samt að þetta getur verið svolítið hark í byrjun og ég viðurkenni að ég fæ stundm alveg nóg af því að harka. Því er ég reglulega með vinnu sem ég geri physically i rauntíma, eins og að kenna eða að leiðsögn.

Ég lofa að lífstílinn verður auðveldari með tímanum. Maður þarf bara að vilja lífstílinn nógu mikið, eins og með flest allt annað í lífinu!

april digital nomad.jpg

Vinnur þú í gegnum netið? Ég væri til í að heyra hvað þú gerir!

Endilega skildu eftir komment, og sérstaklega ef þú hefur einhver ráð!

xx

Apríl