Allt um háskólanám í fjarnámi

Ég fæ reglulega spurningar varðandi námið mitt en ég tók mannfræði alfarið í fjarnámi á meðan ég ferðaðist. Langmikilvægasta ráðið sem ég mun gefa þér varðandi að fara þessa leið er að velja braut sem þú hefur gaman að. Já, það er mega næs að geta lært hvar sem er í heiminum á þínum eigin hraða en það tekur sko mikinn aga að halda sig við efnið og því mikilvægt að hafa nógu gaman að náminu!

Sjálf fór ég í Háskóla Íslands og valdi þar mannfræði nærri alfarið vegna þess að ég gat tekið alla gráðuna í fjarnámi. Svo var ég bara svo einfaldlega heppin að mér fannst mannfræðin snilld og fannst ekkert mál að sitja við hana á hverjum degi, sama hvar ég var. Það var líka bara svo gaman að geta tengt hana við öll ferðalögin mín og mér fannst hún gefa mér glænýja sýn á hvernig ég leit á allar menningarnar sem ég heimsótti. En er ekki bara mannfræðin sem hefur býður upp á mannfræði heldur eru þær margar. Þú getur kíkt á námslistann hér, smellt á braut sem þú hefðir áhuga á og síðan séð hvort að þessi braut býður upp á fjarnám.

Námslánareglur virka alveg eins, enda ertu í sama námi og staðnemar að gera nákvæmlega sömu hlutina. Lögheimilið mitt var og er, alltaf heima á Íslandi.

studying abroad

Svona virkar það

  1. Skráðu þig á braut sem býður upp á námið í fjarnámi

  2. Voilá

    Þrátt fyrir að þetta kunni hljóma eins og mjög flókið ferli þá gæti það ekki verið einfaldara! Eins og ég segi, aðal áskorunin var bara að hafa agann til þess að sinna náminu því auðvitað var fullt af distractions í kringum mann. En ef þú hefur gaman af þessu þá ætti þetta ekki að vera mikið mál. Ég hef tekið próf bæði á Balí og á Thailandi og lokaritgerina skrifaði ég mest megnis í Suður Afríku. Núna í meistaranáminu hef ég mest megnis verið í Írlandi, Kambódíu og hér í Indónesíu. Þetta er svo mikil snilld!

Fjarnám er fyrir þá sem …

  1. Númer eitt- vilja ferðast!

  2. Þurfa að læra á sínum eigin hraða

  3. Læra betur þegar þeir eru í “lifandi” umhverfi (Ég hef t.d núll einbeitingu inná kennslustofu)Helstu áskoranir

Fyrir mér gat verið svolítið erfitt hvað ég tengdist samnemendum lítið. Ég lærði mikið ein þrátt fyrir að ég veit að ég hefði líklegast lært mikið meira ef ég hefði verið meira face to face við aðra mannfræðinema. En þetta bar samt ekki mikla sök með sér þar sem ég stóð mig mjög vel, en það hefði verið gaman líka að upplifa meira af “normal”skólalífinu!

Helstu áskoranirnar var þó líklegast aðallega að finna almennilegt net til þess að stream-a fyrirlestra og niðurhala hluti. Oft eyddi ég heilu dögunum í að leita að neti án árangurs og það gat verið svolítið stressandi! Ég flutti til Balí áður en það var modern og það er í dag, svo það var ekki auðvelt að finna gott net. Já, maður er nefnilega mjög háður netinu og því mæli ég með því að finna stað þar sem það er gott net! Síðan gat stundum verið smá erfitt að finna agann en það var eiginlega bara í upphafi námsins og síðan datt maður í gírinn.

studying in bali

Ég hefði líklegas hefði aldrei getað klárað háskólanám án fjarnmáms þar sem það var bara svo fullkomið fyrir mig! Svo hjálpaði mikið að Elín vinkona mín var að gera það nákvæmelga sama nema að hún tók Ensku fyrir og saman vorum við öflugar að peppa hvor aðra upp að halda okkur við efnið. Annað motivation var líka að ég vissi að ef ég myndi falla þá þyrfti ég að borga námslánin mín strax til baka og fara aftur til Íslands. Auðvitað var það ekki í boði og því frábært motivation!

Ef þú hefur áhuga á því að spurja um eitthvað fleira, ekki hika við að skilja eftir komment :)