Tveir mánuðir af Kambódíu

Í fyrra flaug ég eftir fjóra mánuði af Írlandi yfir til Kambódíu með um 60 þúsund í vasanum og ekkert plan. Ég bara vissi að ég þurfti frið til þess að klára loka metrana af fyrstu önninni í meistaranáminu mínu og vildi vera einhverstaðar þar sem lítið var að fólki og bara einhverja næs strönd. Well, ég fann ströndina og ekki nóg með það heldur fékk ég tvo óvænta gesti í heimsókn og saman áttum við yndislega tíma í Kambódíu. María systir mín flaug allla leiðina frá Íslandi og Elín, besta vinkona mín, kom frá Thailandi.

Við Elín höfum farið til Kambódíu áður árið 2012 en sú ferð allt öðruvísi en þessi. Þar eyddum við öllum tímanum okkar í Phnom Penh og lærðum um stríðið og afleyðingar þess. Mig langaði að hafa þessa ferð mun öðruvísi en Phnom Penh er þó ómissandi og algjört must-visit þegar ert einhverntíman í Kambódíu! Mér finnst samt rosalegt að ég hef nú TVISVAR farið til Kambódíu og í hvorugt skiptið heimsótti ég Angkor Wat né fékk mér Sak Yant tattú. Seinna.

Anyway.

Við féllum allar kylliflatar fyrir Coconut Beach, sem er á Koh Rong eyju í Kambódíu. Þessi strönd var bókstaflega kanski 1 km á lengd og það var ekkert í kring. Ekkert. Og það var fullkomið. Við gistum í litlu fjölskyldubungalows sem hét CoconutBeach Bungalows á meðan María naut þess að gera ekkert á meðan við Elín lærðum. Á daginn syntum við í sjónum og löbbuðum um svæðið í kring eða spiluðum scrabble. Einn daginn urðum við samt svolítið wild og pöntuðum bátsferð um svæðið í kring til þess að snorkla en that was it. Annars var það bara Coconutbeach, við systurnar og fullt af bókum að lesa.

Gesthúsið var reglulega með luktakvöld þar sem við kveiktum á luktum og slepptum upp í himininn. Síðan var kveikt á brennu alla fimmudaga að mig minnir og fólk sat í kring og spjallaði. Þetta voru svona aðal afreyjingarnar og það var yndislegt. Þurftum ekkert meir.

Ef einhverjum langar að ferðast eitthvert stað sem er ekkert mikið fjallað eða skrifað um en er rólegur og fallegur, þá mæli ég hiklaust með þessari strönd!

Hér eru nokkrar myndir af Koh Rong lífinu hjá okkur systrum.

Koh Rong

Hreinustu strendur ever! Myndina tók @elinkristjans

Hreinustu strendur ever! Myndina tók @elinkristjans

koh rong cambodia.jpg
Hér lærðum við á hverjum degi. Það var ekki hægt að fá nóg af þessu útsýni

Hér lærðum við á hverjum degi. Það var ekki hægt að fá nóg af þessu útsýni

girls on a beach
Við vorum þarna svo lengi að allt líf fyrir utan ströndina var áhugavert! Myndina tók @elinkristjans

Við vorum þarna svo lengi að allt líf fyrir utan ströndina var áhugavert! Myndina tók @elinkristjans

Við Elín tókum okkur smá break einn daginn og fórum í bátsferð um eyjuna

Við Elín tókum okkur smá break einn daginn og fórum í bátsferð um eyjuna

Við Elín bókuðum okkur TJALD en urðum síðan færðar upp í herbergi og bungalow á sama verði!

Við Elín bókuðum okkur TJALD en urðum síðan færðar upp í herbergi og bungalow á sama verði!

Við systur á góðri stundu. Myndina tók @elinkristjans

Við systur á góðri stundu. Myndina tók @elinkristjans

Síðan kom að því að Songran (Búddísk áramót) voru að renna í garð og mig langaði alls ekki að missa af því enda aldrei buin að upplifa þá hátið áður! Eftir nokkrar vikur af þessum yndislega stað ákváðum við að pakka saman töskur og halda af stað til Kampot þar sem við vorum í sirka viku í allt öðruvísi vibe-i. Við vorum samt svo heppnar að finna alveg meiriháttar gististað og eyddum tíma hér í að vera aðeins menningarlegri. Hér kláraði ég líka síðasta verkefnið mitt í skólanum og fékk þá fullt af tíma til að gera Tarot lestra fyrir viðskiptavini heimafyrir.


Kampot

María á leiðinni aftur í menninguna. Myndina tók @elinkristjans

María á leiðinni aftur í menninguna. Myndina tók @elinkristjans

Af bát yfir í rútu

Af bát yfir í rútu

Og þaðan í Tuk Tuk! Myndina tók @elinkristjans

Og þaðan í Tuk Tuk! Myndina tók @elinkristjans

Loksins lentar á yndislega gististaðnum okkar rétt fyrir utan Kampot. Hér var efri hæð þar sem allir unnu og sköpuðu

Loksins lentar á yndislega gististaðnum okkar rétt fyrir utan Kampot. Hér var efri hæð þar sem allir unnu og sköpuðu

Við hittum svo mikið yndislegu fólki og saman eyddum við dögunum bara á efri hæðinni. Hér hittum við einn listamann frá Þýskalandi sem teiknaði Maríu

Við hittum svo mikið yndislegu fólki og saman eyddum við dögunum bara á efri hæðinni. Hér hittum við einn listamann frá Þýskalandi sem teiknaði Maríu

Stundum kíktum við í Kampot. Stundum

Stundum kíktum við í Kampot. Stundum

Hér var geggjað að gista!

Hér var geggjað að gista!

Dagstúr í kringum Kampot. Myndina tók @elinkristjans

Dagstúr í kringum Kampot. Myndina tók @elinkristjans

Þessir elskuðu að pósaa! Myndina tók @elinkrisjans

Þessir elskuðu að pósaa! Myndina tók @elinkrisjans

Fórum í hellatúr og það var geggjað!

Fórum í hellatúr og það var geggjað!

Songrkan in Cambodia

Ferðinni okkar var síðan slaufað með Songkran hátíðinni í Kampot þar sem við fórum í vatnsstríð við allan bæjinn til þess að fagna nýju búddíska ári!

Kambódía var yndisleg og svo rík merkilegri sögu

April Smaradottir