Filippseyjar: Meistararéttindi í Fríköfun í Moalboal

freediving in phillippines.jpg
 

Í sumar ákvað ég að fara til Filippseyja og klára AIDA 3 og 4  réttindin (sambærilegt við meistarapróf í köfun). Ég bókaði mig á stað sem heitir Moalboal og hér gerði ég bókstaflega ekki neitt annað en að kafa í sirka 6-8 klst á dag í 30 daga samfleytt, no joke. Ég var í æðislegum skóla sem heitir Freediving Planet og átti enn æðislegri þjálfara, Jean-Pol Francois, en hann er oft kallaður "Guðfaðir fríköfunar" og hefur liklegast þjálfað flesta af þeim betri fríköfurum þarna úti.

Fríköfun hefur bókstaflega snúið allri ferðamyndinni minni við á þann hátt að ég get nú séð flest vötn sem playground, hvar sem ég er. Það er ekkert smá gaman að skora á sjálfa sig og tengjast líkamanum sínum enn dýpra og taka þannig jógað mitt á annað level. Síðan er þetta bara svo fallegt sport og umhverfisvænt.

Hér langar mig að deila með ykkur nokkrum myndum frá ferðinni minni til Fillippseyja.  Þar dvaldi ég í mánuð árið 2017 og tók meistararéttindi. Langar mikið að fara þangað aftur að taka kennarann einn daginn.

Ég mæi eindregið með Freediving Planet í Moalboal ef þig langar að fara eitthvert og gera nákvæmlega ekkert annað en að fríkafa og læra með FRÁBÆRUM kennurum. Ég segi þetta því það var lítið annað að gera í kring nema að þjálfa sem var einmitt nákvæmlega það sem ég var að leitast eftir. Þjálfarinn minn var alveg hreint magnaður og ég gæti ekki beðið um betri gæja. Sentu mér message ef þú vilt vita meira!

Dagarnir voru yfirleitt bara þannig að við gerðum jóga og hugleiðslu á hverjum degi enda er það stór partur af þjálfuninni. Fyrir hádegi gerðum við static þjálfun og eftir hádegi gerðum við dynamic. Ég endaði á breatholdi sem ég hef ekki enn getað toppað enn þann daginn í dag, sem er 4.20 mín og fór nærri 39m á dýpt.

training in philippines.jpg
yoga in philippines.jpg 
freediving in moalboal.jpg
sardines.jpg