Tarot lestrar og leiðsögn

Tarot er frábært tól til þess að fá skýrari innsýn í það sem er að gerast innra með þér og í kringum þig. Tarot er ekki spá í framtíðina heldur virka spilin eins og litlir speglar á það sem þú nú þegar “veist” en átt erfitt með að sjá eða skilja.

Fólk notar Tarot til þess að fá innsýn inn í ástarmál, peningamál, vinnu, ferðalög, drauma eða hvað sem þeim dettur í hug! Það er fátt sem Tarot getur ekki hjálpað þér með.

Þú getur bæði bókað og greitt hér fyrir neðan, eða sent mér email með eftirfarandi upplýsingum ef þú vilt millifæra.

Email: aprilsmara@gmail.com
 
rvk gypsy tarot reading.JPG

Um mig

Ég komst fyrst í kynni við Tarot þegar ég var 11 ára í heimsókn hjá vinkonu minni. Mamma hennar átti spil sem ég vissi að ég átti alls ekki að snerta því seinna, þegar ég yrði tilbúin, þá yrði þetta stór partur af lífinu mínu líka. Ég fékk minn fyrsta stokk fyrir sex árum og hef iðkað lestrana að krafti síðan. Ég tek aldrei neinar ákvaðarnir nema að spyrja spilin fyrst og ég treysti þeim 100%. Að fá síðan loks að deila þessu magnaða tóli til annarra hefur verið ómetanlegt

 
 
Tarot lestur og leiðsögn
20.00

Tarot lesturinn þinn kemur í hljóðformi ásamt pdf skjali með spilunum þínum. Þetta getur þú átt og hlustað á hvenær sem þú vilt.

Þú mátt spyrja sérstakrar spurningar eða hreinlega leyfa mér að sýna þér hvað þú þarft að einbeita þér að hverju sinni

Lesturinn verður kominn inn í inboxið þitt innan þriggja daga frá greiðslu

Quantity:
Add To Cart
Live Tarot lestur
35.00

Lesturinn þinn fer fram “Live” í gegnum Skype þar sem þú færð tækifæri til þess að spyrja fleirri spurninga og ræða niðurstöðurnar beint.

Frá 15.Júlí - 1.september er hægt að bóka lestur á Íslandi


Quantity:
Add To Cart
Einkaserímónía
56.00

Einungis í boði frá 15.júlí til 1. september

Ath : Uppbókað er í einkaserímóníur á Íslandí í Júlí 2019

Einkaserímóníurnar eru öflug leið til þess að komast að kjarnanum og fá innsýn inn í það sem er að gerast í undirmeðvitundinni. Hver einasta serímónía er öðruvísi, enda er fólk mismunandi og ómögulegt að nota eitt tól á alla. Hér blanda ég aðferðum sem ég hef lært í gegnum tíðina til þess að fá að kynnast þér, alvöru þér, og vonandi gefa þér alla þá leiðbeiningu sem þú þarft á að halda til þess að leiðbeina þér þangað sem þar sem þú átt að vera í lífinu. Serímóníurnar eru þó fyrst og fremst til þess að heiðra þig og allt sem þú ert.

Einkaserímóníurnar eru 90 mín en auðvitað tökum við bara allan þann tíma sem við þurfum. Innifalið er kakóbolli og allt sem við þurfum á að halda til þess að fara í þetta ferðalag saman.

 

... Apríl las mig eins og opna bókfrá mómentinu sem ég labbaði inn um dyrnar hjá henni og það opnaðist um einhverjar tilfinningargáttir sem ég vissi ekki einusinni af... Hún hjápaði mér að rýna inn í sjálfan mig á ótúskýranlegan hátt. Endalaust þakklæti
Ég var svo heppin að fá hjá henni lestur þegar hún var að læra stjörnuspeki sem var ótrúlega fallegur og nákvæmur. Hún hefur þann stórkostlega eiginlega að geta tengst manni strax og látið manni líða eins og hún hafi þekkt mann í langan tíma. Ef þig dreymir um að gera breytingar í lífinu en veist ekki hvar þú átt að byrja þá mæli ég hiklaust með þér að komast í samband við Apríl
Magnað hversu spot on Apríl er! Hún gaf mér helling af innsýn og innri ró varðandi erfiðar aðstæður. Skemmtileg, hlý og uppbyggjandi 10/10”