Uppáhalds festivöl

Hér langar mig að deila með ykkur uppáhálds hátíðunum sem ég hef farið á. Mig langar að segja frá “öðruvísi” upplifunum sem maður lesi ekki augljóslega oft um eins og t.d að fara á Hróaskeldu eða Rock Wercter (sem eru þó snilldar hátíðir!). Mér finnst gaman af öllum hátíðum hvort sem þær eru alfarið með fókus á tónlist eða eru haldnar útaf menningarlegum ástæðum. Undir endann segi ég síðan frá hátíðum sem ég hef ekki enn farið á en stefni á á næstu misserum og gefur þér jafnvel ferskar ferða-hugmyndir!!

Nyepi á Balí

Þetta eru svona einhverskonar “Áramót” á Balí og er ALJGJÖR snilld. Nyepi skiptist í (fyrir utan alla þá daga sem fara í undirbúning) basic þrjá daga sem hafa ákveðin þemu útaf fyrir sig. Þeir síðustu tveir eru líklegast þeir sem við túristar njótum hvað mest en það eru dagarnir sem þeir fara með “Ogo-Ogo” í skrúðgöngur og síðan Nyepi dagurinn sjálfur daginn eftir, eða Silent Day.

Ogo-Ogo dagurinn er crazy. Hér hefur hvert einasta þorp keppst við að búa til flottasta og stærsta “skrímslið” sem þeir fara síðan í skrúðgöngur með á meðan þeir segja Balílskar þjóðsögur. Að vera í kringum öll þessu læti er alveg magnað!!!

Daginn eftir er síðan eins gott að vera á stað sem manni líður vel á, með fólki sem maður fílar, því nú er haldið upp á Silent Day. Hér tekur Balíbúinn allt rafmagn af eyjunni og loka meira að segja flugvellinum!! Hér er algjörlega bannað að fara út á götu (sérstakir verðir sjá til þess að það er ekki sála á götunum), bannað að spila tónlist, vera með ljós eða hvað sem getur valdið ónæði. Í ströngustu reglum er meira að segja bannað að tala, borða eða jafnvel neyta vatns en það eru bara þeir allra hörðustu sem ganga eftir þeim reglum. Í 24 tíma þarf maður að vera heima og tjilla og það er bara æðislegt ef þú spyrð mig. Frábær upplifun og þú hefur sko aldrei seð stjörnunar svona bjartar, lofa.

p_1551891787fca-pawai-ogoh-ogoh-bali.jpg
20190308_091904.jpgNæsta Nyepii hefst 25 mars 2020.

Electric Picnic á Írlandi

ElectricPicnic30Aug19_large.jpg

Electic picnic er tónlistarhátíð í Írlandi sem kom skemmtilega á óvart. Þetta er frábær leið til þess að slaufa sumarið sitt frá Íslandi. Fyrir utan að þetta er basically “bara “ tónlistarhátið með amazing line-up ár hvert þá fannst mer skemmtilegast að þau eru með svona “healing garden” á svæðinu þar sem þú getur verið allann daginn að upplifað allskonar andleg námskeið og viðburði. Það sem mér finnst einnig svo skemmtilegt við svæðið er að þeir eru með fullt af svona “spa” og gufum og þessháttar og því er maður alltaf ferskur á því! En þar sem þetta er jú Írland þá á svæðið til að sökkva í drullu sem er ekkert nema GEGGJAÐ, sérstaklega ef þú ert umkringd Írum sem er náttúrulega bara skemmtilegata fólk í heimi!!! Mæli klárlega með Electric Picnic ef þú vilt fara á eitthvað nýtt í Evrópu.

Songkran í Kambódíu

Fólk heldur reyndar upp á Songkran annarstaðar í Asíu líka þar sem búddisminn er ráðandi en ég upplifði mitt fyrsta og eina Songkran í Kambódíu. Songkran er einhverskonar “áramót” í búddadtrú þar sem landið leggst á eitt og fer í eitt stórt vatnsstríð! Þetta er ekkert smá skemmtilegt partý þar sem maður er blautur allann daginn að skella vatni á annað fólk og hafa gaman. Þetta er svo einstök leið til þess að upplifa áramót og ekkert smá áhugavert að vera partur af. Ef þú ert í Asíu í kringum apríl, sjáðu hvort að þú getur hittir ekki á Songrkan einhverstaðar!


songkran

Afrika Burn í S-Afríku

afrika+burn.jpeg
afrika+burn+2016.jpeg

Afrika Burn (eða Burning Man yfir höfuð) ætti að vera á bucketlistum allra. Þrjár upplifanir hafa haft profound áhrif á lífið mitt og Afrika Burn Festival var klárlega eitt þeirra. Hér ertu tekinn úr sambandi við umheiminn í heila viku á meðan þú baðar þig í list, tónlist og æðislegu fólki einhverstaðar í eyðimörkinni í S-Afríku. Burning Man hátðiðarnar snúast um að “gefa og þyggja” og því aljgörlega búin til af sjálfboðalitum og ÞÉR! Hér algjör skylda að vera skreyttur frá toppi til táar og helst tjaldið og hjólið þitt líka.

Ég skrifaði heilt blogg um mína reynslu hér ef þú hefur áhuga á að lesa meira. Ég get ekki beðið eftir að fara aftur!


Næsta Afrika Burn hefst 27. Apríl 2020
Festivöl sem eru á bucketlistanum!!!

Holi á Indlandi

Day of the Dead festival í Mexíkó

Boom Festival í Portugal

NewApril Smaradottir