Malasía | Kuala Lumpur

Ég er með ellefu Malasíska stimpla í vegabréfinu mínu en það var í april síðatliðinn þegar ég loksins fór actually af flugvellinum!

Andy bauð mér þangað í vikuferð þar sem bróðir hans er var að keppa í “World Cup í Touch Rugby”. Veit ekki hvernig best er að orða þetta á Íslensku.

Það var ekkert smá gaman að skoða þessa borg og undir endan vorum við alveg til í að vera aðeins lengur. Flestir sem ég hef heyrt af sem ferðast eitthvað til Asíu fara í stutt stopp til Kuala Lumpur og ef þú ert ein/einn af þeim og vantar smá inspó, þá er hér listi yfir það sem mér fannst standa uppúr!

2019-10-04 07.48.39 1.jpg

Heimsækja Batu Caves
Vá, þetta er sko einn merkilegur staður.
Að fara þangað er eins og að stíga til Indlands, enda einn vinsælasta Hindú hof sem er fyrir utan Indland. Þessi hellar eru einnig ein stoppistöð fyrir folk á pílagrímsgöngumHeimsækja Kuala Lumpur Tower
Ef þú þarft að heimsækja annaðhvort KL tower eða Petronas Towers, þá mæli ég hiklaust með KL turninum fram yfir hinn!
Sá sjöndi hæsti í heimi og það er bókstaflega hægt að eyða heilum degi hérna. Fullt af afþreyjingum og rótsterkur mexíkóskur bjór á toppnum. Mæli með!

Fara í Bintang Market að næturlagi

2019-05-01 12.20.35 1.jpg

Ég elska busy næturmarkaði og þá sérstaklega með matar-þemu. Bintang er full af lífi og þá sérstaklega í kringum kvöldmatarleitið. Mæli með að koma hingað súper svangur og prófa eitthvað sniðugt! Það er eitthvað við það að sjá borgir lifna við á kvöldin.

Upplifa “Dining in the Dark”

Ég var búin að sjá þetta concecpt á netinu einhverntíman og þegar ég sá að þetta var í boði þá bara urðum við að prófa!
Hérna er semsagt sjónin tekin af þér í gegnum heila kvöldmáltíð á meðan blindir þjónar þjóna þér til borðs. Það er engin smá upplifuð að vera svona í myrkri og klikkað hvað allt fer í klessu þegar það er buið að breyta áferðinni af matnum líka. Maturinn var alveg meiriháttar samt og við hlóum í tvo tíma stanslaust í gegnum upplifunina. Mæli eindregið með!
Mikilvægt að panta sér borð hér

2019-05-01 11.06.11 1.jpg

Fara í moskur og borða götumat
Það eru ekkert smá fallegar moskur í Kuala Lumpur og það var ekki fyrr en hér sem ég actually fór í eina í fyrsta sinn á ævinni minni! Ég fór í “Putrajaya” sem var algjörlega breathtaking. Hún er bleik og stendur svo út að maður getur ekki annað en verið dáleiddur af fegurðinni. Það komast 15.000 manns inn í hana!

Síðan verð ég bara að segja að götumaturinn í Kuala Lumpur kom verulega á óvart og þá sérstaklega þegar kom að grænmetisréttum! Hérna hefur SA- asísk matargerð mætt þeirri Indverskri sem hefur skilað svona líka amazing mat. Mæli með því að fólk virkilega reynir að sækja í matarstalla heldur en veitingastaði. Það er lika svo gaman að borða með lókalinum heldur en endalaust með túristum á uppsprengdnum verðum. Mæli með matarmarkaðinu sem er rétt undir KL turninum!

food in kuala lumpur pg
Gista í “container” á flugvellinum

NewApril Smaradottir