Nokkur ráð fyrir sóló stelpur á ferðalögum

Mynd tekin á Balí

Mynd tekin á Balí

Ertu að íhuga að ferðast ein þíns liðs út í heim? Hér eru nokkrar hugleiðingar og pælingar varðandi afhverju mér finnst það FRÁBÆR hugmynd og mæli einstaklega með!

Að ferðast einn getur verið svolítið ógnvekjandi, sérstaklega í fyrsta sinn, en flestir þeir sem hafa prófað það einusinni eru nokkuð einróma um að það sé frábær leið til þess að ferðast!

Ég heyri alltof mikið af sögum af fólki sem vill ferðast en “finnur engann til þess að ferðast með sér”. Það er bókstaflega glatað ef það er ástæðan að fólk fer ekki út- what a waste!

Ég hef persónulega eiginlega alltaf ferðast ein og kýs það yfir annað,, “meira að segja” til landa þar sem yfirleitt er talað um að stelpur ættu ekki að fara einar (t.d Indland & Suður- Afríka), þá aðallega upp á öryggið að gera þá býst ég við. En ég er klárlega pro-solo og hvet alla til þess að prófa það einusinni!

Ég er fylgjandi grúppu á facebook sem heitir “ The Female Solo Traveling Network” sem er frábær staður til þess að lesa reynslusögur af stelpum um allan heim sem ferðast einar. Mæli eindregið með að skrá sig í hana fyrir innblástur!


Hver ertu þegar þú ert einn/ein ? Mér finnst eins og fólk kunni upp til hópa bara alls ekki að vera einir. Að sitja einn er nánast óbærilegt, og fólk bara VERÐUR að draga upp símann og tengjast við aðra þannig. Við ölumst upp í svo mikilli hræðslu við heiminn að fólk getur ekki ýmindað sér að fara út fyrir landsteinanna án ferðafélaga. Í sóló ferðalögum lærir maður að meta þögnina sem kennir manni oft svo mikið sem constant blaður gerir ekki. Maður lærir á sjálfan sig alveg upp á nýtt, finnur betur fyrir mörkunum sínum og vonandi lærir að fara út fyrir þau líka!

Svo þarf maður ekki að bera það undir neinn ef maður vill gera eitthvað sérstakt. Þú gerir bara það sem þú vilt gera, ÞEGAR þú vilt gera það. Amazing. Oft heyrir maður sögur af fólki sem ferðuðust saman en krössuðu síðan oft þegar kom að ákveðnum ákvörðunartökum. Ef þú ert ein þá sleppur þú alveg við þetta og ræður 100% hvað þú gerir við tímann þinn.


En það eru nokkrir hlutir sem er betra að gera þegar maður er einn, sérstaklega ef þú ert stelpa: bara svona til að hafa höfuðið skrúfað á réttum stað. Aftur, þetta upp á öryggið að gera. En hvað er lífið ef maður fer aldrei út fyrir þægindakassann?!

Hérna eru nokkrir punktar sem eg styðst alltaf við:

Að plana fyrsta transport fram í tímann: Ef það er eitthvað sem fríkar mig aðallega út þegar ég ferðast ein þá er það fyrsta transportið. Það er svo ótrulega margt sem getur farið úrskeiðis og ég er buin að heyra of mikið af horror sögum til að vera alveg sama. Það er svo margt sem getur gerst inní bílum og því er ég skynsöm hér, svona einusinni!

Einusinni vorum við Elín í Víetnam og rammvilltumst í myrkrinu þegar við vorum nýlentar til Hanoi. Við þurftum að pota í einhvern GAUR úti á götu um miðja nótt sem var svo sketchý að við héldum báðar að þetta væri okkar síðasta. Eftir þetta hef ég alltaf haft þá þumalputtareglu að finna far fyrirfram, sérstaklega í nýju landi, þangað sem ég ætla að gista þá nóttina. Ég er klárlega all about “going with the flow” en hér hlusta ég á foreldrana mína.


Mynd tekin í Norður Indlandi

Mynd tekin í Norður Indlandi

Þegar maður er einn þá þarf maður að treysta oftar á innsæið og segja “já”við nýjum ævintýrum. Hér er mynd frá besta “jái” sem ég hef gert! Sjá Blogg “Frá 250 km pílagrímsgöngu með 50 göngu yfir Himalayafjöllin

Þegar maður er einn þá þarf maður að treysta oftar á innsæið og segja “já”við nýjum ævintýrum. Hér er mynd frá besta “jái” sem ég hef gert! Sjá Blogg “Frá 250 km pílagrímsgöngu með 50 göngu yfir Himalayafjöllin

Í rútu í Kambódíu eftir mánaðar einangrum með nokkrum vel völdum á Koh Rong Eyju (Sjá blogg “tveir mánuðir af kambódíu”

Í rútu í Kambódíu eftir mánaðar einangrum með nokkrum vel völdum á Koh Rong Eyju (Sjá blogg “tveir mánuðir af kambódíu”

Passasöm við hverja ég segi frá ferðaplönunum mínum: Öðrum stundum sem ég hef varann á, er þegar fólk er OF forvitið um ferðalagið mitt OF snemma í samtalinu okkar. Er ég að ferðast ein? Nei. Er ég gift? Já. Maður lendir alveg hressilega oft í þessum samtölum og mér finnst alltaf betra að segja að ég sé með einhverjum.

Klæddu þig accordingly: Þrátt fyrir að við höfum byggt um ákveðna hugmyndafræði á Íslandi og treystum umhverfinu okkar þá þarf maður stundum að skilja að Ísland og íslensk menning er ekki nafli alheimsins. Að klæða sig samkvæmt staðnum sem maður er á snýst ekki endilega um öryggi heldur virðingu við lókalinn og mér líður einfaldlega betur þegar ég “blandast inn í”.

Taktu stutt skref í einu: Ef þú átt eitthvað erfitt að fara einn/ein eitthvert, byrjaðu þá á því að fara til “Easy” landa sem eru frekar safe og ekki of langt í burtu frá Íslandi. Í alvöru, öll þessi hræðsla við að ferðast einn dvínar strax eftir þitt fyrsta ferðalag. Ég mæli t.d með Írlandi, það er rosa næs.

april in india.jpg

ÞAÐ ER OK AÐ VERA EINN: Finndu frið í því að labba, borða og skoða ein. Sumum finnst verulega taugaveiklandi að borða einn. Lærðu að þú ert aldrei ein og upplifðu sjálfa þig í allri þinni dýrð! Reyndu að stíga inní þessa tilfinngu, að upplifa eitthvað með sjálfri þér og hvað er það er í raun mögnuð tilfinning. Ég lofa, maður verður hooked!

Þegar einmannaleikinn krælar á sér: Í fyrra kom systir mín í heimsókn til Kambódíu og eitt skiptið á meðan við sátum á ströndinni spurði hún mig hvort að ég verði ekki oft einmanna. Ég horfði á hana og var bara: “HA?”.

Ég viðurkenni að ég hef ekki verið einmanna í mörg, mörg ár. En áður en ég komst á þann stað með sjálfa mig lærði ég ákveðið wisdom sem kenndi mér svo margt og var einfaldlega: “ Know that you are never alone”. “Félagskapur” kemur í mörgum myndum. Fyrir mér talar ALLT við mig, sérstaklega þegar ég er á stöðum með gamalli sál eins og t.d Róm. Þá blaðra húsin og göturnar endlaust við mig. Einnig hafa tréin og hafið rosalega mikið að segja. Einusinni var ég rosalega hrædd við að vera ein, og þá sérstaklega EINMANNA. En hvað er maður ef maður kann ekki að meta sinn eigin félagsskap? Maður þarf að STÍGA INN í einmannaleikann og finna að þetta er bara tilfinning sem hverfur og maður hefur núþegar nákvæmlega allt sem maður þarf innra með sér.


Á “one way ticket” ein til Kambódíu 2018

Á “one way ticket” ein til Kambódíu 2018
Djúsí partúrinn: Ok! Sannleikurinn er sá maður er eiginlega aldrei einn. Það er næstum snúið að finna tíma til að vera bókstaflega einn. Það er svo mikið af fólki sem er að ferðast, og ef þú ert að gista á t.d hostelum eða gistiheimilum þá eru næstum 10000% líkur a því að þú finnur félagsskap. Maðurinn er félagssvera. Við leitumst í annað fólk ósjálfrátt. Maður þarf stundum að hafa sig allan við til að vera í raun og veru einn.

Svo, góðu fréttirnar eru þær að ef þú nennir ekki þessu sóló dæmi, þá er yfirleitt þinn næsti vinur bara handan við hornið:)

Við uppsprettu Ganges á Indlandi!

Við uppsprettu Ganges á Indlandi!

NewApril Smaradottir