Balí fyrir byrjendur

Balí er snilld, sama hvað ég segi sjálfri mér stundum annað!

Ég fæ vikulega spurningar um þessa eyju frá allskonar fólki sem er að koma hingað í fyrsta sinn. Hér eru nokkrir punktar sem vonandi hjálpa þér að lenda vel og örugglega á eyjunni.

 1. Balí er ein eyja sem tilheyrir Indónesíu. Líkt og Vestmannaeyjar og Grímseyjar tilheyra Íslandi. Það er vandræðalegt hversu fáir vita að Balí er ekki land og því er ég hér með að spara bjarga þér frá mjög akward momentum sem ég upplifi alltof oft með fólk i sem kemur hingað í fyrsta sinn!

  Tek það á mig að ég hafði ekki hugmynd hvar Balí var sjálf fyrst þegar ég kom hingað!

 2. Ef þú verður ekki lengur en 30 daga hér, þá þarftu ekki að greiða fyrir Visa við komu. Þú greiðir fyrir visa fyrir 60 daga og síðan þarftu að sækja um sérstakt visa ef þú ætlar að vera í/undir 6 mánuði.

 3. Já, það er fínt að fara í þessar sprautur sem mælt er með frá læknum á íslandi.
  Nei, það er ekki Malaría á Balí
  Já, það er dengue fever hér en þú getur ekki fengið sprautu við henni. Besta ráðið er að sprauta sig vel við sólarupprás við sólsetur. Þarf ekki að vera áhyggjur af þessu yfir nóttina, bara á daginn.

 4. Ef þú ert að koma hingað í fyrsta sinn þá er hér trix fyrir þig: Við komu á flugvellinum, farðu upp á aðra hæð þar sem fólk fer úr bláum leigubílum (Blue Bird) . Taktu þessa leigubíla þangað sem þú þarft að fara í staðin fyrir að prútta niðri við “drivers” sem ofrukka þig í 100% tilfella, sérstaklega ef þú ert splunkuný/nýr. Mundu samt að alltaf spyrja hvort að þeir séu með teljara.

 5. Góð öpp til að hafa við höndina þegar þú ert hér er “Gojeck” og “Grab” en þetta eru skutlaraöpp eins og Uber

 6. Ubud er staðurinn ef þú vilt mikla menningu, markaði, hrísgrjónaakra, dekur, jóga & lifandi mat
  Canggu er staðurinn ef þú vilt borða á fínum instagram-vænum stöðum, ert algjör byrjandi að surfa og hefur gaman af næturlífi. Svartar strendur.
  Uluwatu er staðurinn ef þú vilt drekkja þér í surfmenningu & amazing hvítar strendur. Canggu-liði finnst við Uluwatu-liðið vera sveitó. Það er í lagi.
  Kuta er snilld ef þú vilt upplifa handakrika Balí.
  Seminyak fyrir posh búðir og posh skemmtistaði. Semi Kuta en samt skárra.
  Amed fyrir Köfun
  Medewi ef þú vilt aljgörlega sleppa við túrismann. Balí-expatar fara hingað í get-away tli að fá frí frá “Balí”. Æði surf, svartar strendur og hrísgrjónaakrar. Mikil blöndun á múslima og hindúsima hér, sem er spes.
  Nusa Dua ef þú vilt vera í mjög næs lúxus, ekkert næturlíf og borða a high-end stöðum. Mikið af kínverjum, japönum og eldra fólki, eðlilega. En mjög næs.

 7. Hlutir sem þú verður að gera á Balí:
  - Surfa
  - Jóga
  - Fossa missjón
  - Fara á Markaði í Ubud og danssýningu á Uluwatu Temple
  - Fara á bát og kafa á Nusa Penida/Lembongan
  - Prófa að keyra vespu
  - Fara í rafting, fjallahjól, fjörhjól, fljúga dreka eins og lókalarnir!
  - Láta dekra við þig bak á fyrir, tvisvar á dag.
  - Fara í hof : Tampak Siring er í miklu uppáhaldi og easy

 8. Klæddu þig accordingly. Að vera hálf nakinn á götum Ubud er ekki kúl og lókölum finnst það óþægilegt og mikil óvirðing. Það sleppur samt á stöðum eins og Canggu og Uluwatu.

 9. Það er fullkomlega 100% eðliegt og algjörlega - INNILEGA hluti af menningunni að prútta á mörkuðum og við bílstjóra. Ég veit að þið eruð öll íslensk og finnst oft ekkert þægilegt að prútta en bara að segja að það er alveg búist við því.

 10. Mæli með símkorti sem kallast “Simpati”

 11. Balí er sú eina af þeim 17.800 eyjum þar sem hindúismi ríkir. Ef þið sjáið einhverja skrúðgöngu eða hátið, staldrið við! Ef ykkur er boðið heim í mat eða jafnvel í brúðkaup, segið já!

 12. Í guðanna bænum farið úr hótelinu, hoppið á vespu og villist! Balí gerist nefnilega á bakvið allt instagram hæpið og á bakvið húsin leynast magnaðar gersemar.

 13. Já, það er ótrúlega mikið af plasti og rusli hérna. Vegakerfið er í rústi og mikil mengun. Löggan vill peningana þína og það eru villtir hundar útum allt. Ef þú vildir sjá Balí, this is it! Ekki gleyma að Indónesía er þriðja heims ríki og það er margt hérna sem á eftir að slá þig. En fólkið hérna er alveg dásamlegt og hamingjusamt og virkilega nægjusöm. Fjölskyldukerfi Balíbúa er skotheldara en nokkuð annað og með virkilega inspærandi hugarfar gagnart lífinu.

 14. Mæli með “Nasi Goreng” og “Mie Goreng “ með mangódjús úti á götu.

 15. Rigningatímabilin hérna eru alls ekki svo slæm. Ekki láta það verða fyrir vegi að koma hingað frá Nóv-Mars!

 16. Hér er ein regla: Ef þú ert að drífa þig - þá taparu.
  Balíbúar eru alls ekki að drífa sig og þú ættir ekki að gera það heldur!
  Ef traffíkin er hæg eða driverinn seinn þá er best að anda bara í magann. Allir þurfa að vera einhverstaðar.

 17. Njóttu! Balí er stórkostlegt place til að skilja allt eftir heima sem þjónar þér ekki.

Ertu með einhverjar spurningar?
Ekki hika við að skilja eftir í kommentum!

x Apríl