Uppáhalds strendurnar mínar á Balí

Lítið af fólki- hreinlæti og fallegt umhverfi eru helstu áhrifaþættirnir mínir þegar kemur að góðum ströndum til að slaka á á. Það er óteljandi af ströndum á Balí en fyrir mér var ekki erfitt að finna þrjár upphálads strendurnar mínar því margar þeirra eru svo yfirdrifnar af fólki að ég heimsæki þær ekki lengur. Padang-Padang, Uluwatu , Kuta beach, Old Man’s og fl eru líklegast mest þekktu strendurnar en á sama tíma rosalega busy. Það vill svo til að allar uppáháldss strendurnar mínar eru á Uluwatu svæðinu enda finnst mér persónulega Uluwatu best fyrir strendur. Ef þú ert á leiðinni í heimsókn og langar að kíkja á fallegar strendur sem er ekki mikið fjallað um þá skaltu endilega kíkja á þessar!

Pro tip: Lágflæði í kringum sólsetur er virkilega fallegur tími til þess að heimsækja þessar strendur. Mesta fjaran en á fullu eða nýju tungli svo ef þú ert einhverntíman í heimsókn á þessum tíma þá skaltu endilega plana sólsetursferð sólsetursferð á þessa strendur. Það er svo fallegt!


Shipwrecks (Nunggalan)

Ég veit ekki afhverju þetta skip er þarna

Ég veit ekki afhverju þetta skip er þarna

Ef þú ert ekki of hræddur/hrædd við smá göngu þá er Shipwrecks virkilega falleg strönd til þess að fara á. Þú þarft að labba í gegnum smá skóg til þess að komast hingað sem mér finnst persónulega mjög skemmtilegt!
Smelltu á myndina til þess að fá Google maps.

Green Bowl

Til þess að komast hingað þarftu einnig að fara í gegnum smá stiga-missjon en það er klárlega þess virði. Vatnið hérna er svo fallegt og útsýnið meiriháttar. Ég mæli með því að koma hingað snemma á morgnanna og sérstaklega á rigningatímabili ef þú vilt ná góðu surfi! Það er ekkert af veitingastöðum í kring en þú getur keypt bjór og kókoshnetu af stökum heimamönnum sem hafa komið sér vel fyrir inní hellinum sem er þarna við hliðiná.
Smelltu á myndina til þess að fá google maps.

Bingin

Ok það getur verið svolítið af fólki hér en ég fyrirgef það því þetta er bara svo ótrúlega nice staður til þess að hanga á! Hér er buið að byggja fullt af bungalows í kring og góðum strandar- veitingastöðum (Mæli með Nelly’s!). Þegar þú situr á ströndinni þá getur þú sérð “Impossibles” öldu og “Bingin” öldu. Á kvöldin eru þau síðan gjarnan með varðeld þar sem þú getur fengið dýrindis sjávarmat á ströndinni. Afhverju ekki bara planta sér almennilega og fá gistingu hérna bara? Þá þarftu ekki að fara neitt! Mæli hiklaust með Bingin.
Smelltu á myndina til þess að fá google maps!

Hver er uppáhálds ströndin þín á Balí? Endilega deildu því í kommentum!