Surf á Balí

Ég prófaði fyrst að surfa árið 2013 og fannst það amazing frá fyrsta degi. Ég var samt ein af þeim sem ætlaði mér of mikið alltof fljótt og átti bara almennt mjög erfitt með að vera byrjandi. Ég gerði þau mistök að fara á “minna” bretti alltof hratt, fór á öldur sem voru of erfiðar fyrir mitt level og var alltaf að bera mig saman við aðra. Það var ekki fyrr en ég byrjaði að stunda jóga þegar ég fór að taka ferlið mitt í sátt og eftir það tók ég miklum framförum á mjög stuttum tíma. Ég er auðvitað enþá bara byrjandi en í dag á ég mjög erfitt með að hugsa mér lífið án einhverskonar brimbrettamennsku!

Ef þú fórst til Balí og prófaðir ekki allavegana einusinni að surfa þá varstu klárlega að missa af miklu!

Það eru svo margar öldur til þess að prófa og staðir til þess að heimsækja að það getur stundum verið yfirþyrmandi. Hér er stuttur leiðarvísir sem vonandi getur hjálpað þér við næstu skref þegar kemur að surfi á Balí.

surfing in balipng


Hvar er best að vera fyrir surf á Balí?

Ef þú ert algjör byrjandi þá er Canggu mjög nice, því fara lang flestir þangað til að byrja með. Persónulega myndi ég fara á Uluwatu svæðið þar sem það er meira af úrval af góðum byrjenda öldum þar, eins og Baby Padang Padang,Thomas Beach & Dreamland. Einnig er gaman að fara á Bingin og Balangan ef aðstæðurnar eru góðar.

Surfcamp vs. lókall af ströndinni

Ein af þeim spurningum sem ég fæ rosalega oft er hvar sé best að byrja. Ætti maður að skrá sig i surfskóla /surfcamp eða ráða heimamann af ströndinni til þess að fara með þig út?
Langtflestir sem koma hingað í gegn fara beint til Canggu í surfcamp þar. Kilroy sendir allt sitt fólk á La Point en aðrir glöggir geta séð að það er fullt af öðrum amazing surfskólum í kring eins og t.d Kima Surf Camps. Í Uluwatu þar sem ég bý fer fólk mest í Rapture Surf Camps en þanga ðmyndi ég persónulega fara ef ég væri að fara í búðir, þá aðallega vegna staðsetningarinnar.

Hvorug leiðin er betri en önnur og því algjörlega undir þér komið hvaða leið hentar þér.

Mesta advantage-ið við að fara í camp er hvað þú nærð miklu surfi inn á skömmum tíma og þ.a.l líklegast langbesta leiðin til þess að ná mestu framförunum á stuttum tíma.
Eina down-sideið sem ég hefði út á þetta að segja er að yfirleitt eru margir krakkar í einu í hverri kennslu (stundum sé ég 5-12 manns í einum hóp) og þú þarft að borga auka ef þú vilt fá private kennslu. Einnig eru þessar búðir yfirleitt í eigu einhverrar keðju þar sem kennararnir sjálfir, sem eru allaf heimamenn, fá minimal laun fyrir vinnuna sína á meðan einhver Ástrali er að moka. Ef þú vilt fara í surf búðir þá er alveg hægt að jafna þetta út með því að gefa gott þjórfé við lok veru þinnar.

Persónulega réði ég heimamann af ströndinni til að taka mig út nokkur skipti og fannst það frábært. Með því að ráða heimamann fær maður mun persónulegri kennslu ( Yfirleitt 1:1 eða 2:1) og allir peningar fara beint í vasann hjá kennaranum. Downside-ið hér er að maður surfar ekki jafn mikið á dag og yfirleitt eru þessir strákar ekki tryggðir ef eitthvað gerist. Þegar ég er með gesti þá fer ég alltaf með þá til sömu strákanna niðri á strönd þar sem mig langar að styðja vinnuna þeirra beint og siðan eru þeir bara svo miklir snillingar!

Ekki hika við að láta mig vita ef þú vilt komast í samband við þá!

Hvað þarftu að hafa?

Fyrst og fremst er að hafa góðar tryggingar og viljann til þess að læra að surfa. Svo svo svo svo svo margir prófa einn tíma og hætta síðan algjörlega vegna þess að fyrsti tíminn var svo erfiður. Ég mæli með því að bóka a.m. k 3-5 tíma fram í tímann og tileinka þér það markmið að ÆTLA að klára þá alla.
Annars eru allir skólar og heimamenn með allt annað sem þú þarft á að halda til þess að byrja að surfa: Bretti, búninga og sólavarnir.

Fyrir lengra komna…

Þegar þú ert komin/nn með smá tök á þessu þá mæli ég eindregið með því að skoða sig vel um og prófir mismunandi öldur. Reyndu að forðast að festast bara á einni öldu því allar öldur eru svo öðruvísi og maður lærir svo mikið um sörf á hverjum stað fyrir sig. Ekki vera hrædd við að ferðast yfir til annarra eyja eins og t.d Lombok & Nusa Lembongan! Medewi er einnig mjög skemmtilegur staður til að heimsækja, á vestur Balí, og síðan Keramas, á austurhluta Balí.

Það allra besta sem þú getur gert fyrir sjálfa/n þig er síðan að fara í surf ferð um Indónesíu. Þannig nærðu að sleppa við alla aðra og færð allan þann frið í heiminum til þess að surfa á tómum öldum. Þannig nærðu líka að einbeita þér að surfinu 100%. Indónesía er svo stór og það eru svo fáir sem fara útfyrir Balí svæðið. Ef þér er alvara með sportið, þá skaltu endilega kíkja á bátsferðir um Indónesíu og sjá hvor að það sé ekki eitthvað fyrir þig!

Við hjá Indosurfaris erum tildæmis með surferðir um Indónesíu, þá alveg frá Balí og lengst fyrir til Sulawesi!

Ekki hika við að hafa samband ef þig langar að prófa að fara í surfbát. Maður þarf ALLS ekki að vera pró heldur er þetta, eins og eg sagði, lang besta leiðin til þess að ná framförum!

surfing in bali.JPG

Minni á að hægt er að panta surf leiðsögn á Balí með mér hér

Takk fyrir að lesa!NewApril Smaradottir