Fánýtur fróðleikur um Balí

Ég lagði mikla áherslu á Balí þegar ég var að lesa mannfræðina og voru langflest verkefnin mín tengd Balískri menningu og hefðum. Menningin var klárlega eitt af því sem ég féll fyrir þegar ég flutti hingað fyrst og hefur forvitni mín gagnvart henni alls ekki dvínað. Að fá að segja frá “fánýtum fróðleik” í gegnum vinnuna mína er eitt af því sem ég elska við að vera leiðsögumaður í Indónesíu og hér langar mig að deila með ykkur nokkrum punktum sem mér finnst skemmtilegir!

 

  • Það vita merkilega fáir að Balí er í raun bara EIN eyja af þeim 17.800 eyjum sem tilheyra Indónesíu.  Indónesía er stærsti eyjaklasi í öllum heiminum og hér býr stærsti hluti múslíma í heiminum líka. Balí er þó EINA eyjan af öllum þessum þúsundum þar sem Hindúismi þrífst, sem er einmitt eitt af aðaleinkennum Balí. Það eru margar sögur af því AFHVERJU Balí er eina eyjan með Hindúsima en það er pistill útaf fyrir sig.

map-bali-indonesia.png  • Balí er minni en suðurhluti Íslands (!) en hér búa 4 miljónir manns og um 2 miljónir mótorhjól. Ef ykkur finnst það vera mikið af fólki, ýmindið ykkur þá hvernig það er að fá yfir 6 miljónir túrista hingað á hverju ári ásamt öðrum Indónesíubúum sem flykkjast að til að leita að vinnu.

bali traffic

 

  • Talandi um vinnur, þá er túrismi klárlega ein stærsta tekjuauðlind eyjarinnar en hrísgrjónarækt kemur sterkt eftirá. Balíbúar eru einnig mjög öflugir í höndunum og eru viðarhúsgögn og silfursmíði mjög áberandi meðal heimamanna. Dýrasta kaffi í öllum heiminum, Luwak, kemur héðan og síðan eru þeir lunknir í súkkulaðigerð líka. Því deyr Balíbúinn ekki ráðalaus þegar kemur að því að skapa eitthvað úr því sem þeir hafa frá náttúrunni.

 

  • Hér dansar daglegt líf í fullkomnu takti við tunglganginn og skal túristinn vera viðbúinn því að búðir og þjónustur verði lokaðar á dögum nýs- og fulls tungsl vegna fagnaðar og veisluhalds. Þess á milli eru serímónóníur fyrir bókstaflega allt, frá því að tileinka heilu serímóníurnar einungis fyrir öll akstursstæki á eyjunni yfir í heilu vikunar tileinkaðar þeim sem liðnir eru. Það er stórkostlegt að verða vitni af þessum serímóníum og er þetta eitt af því sem setur sterkan svip á eyjuna. Balíbúinn er með sérstakt dagatal  (hér er árið 1941!) sem heldur utanum þetta allt saman og er eyjan yfirleitt kölluð “Eyja Guðanna” eða “The Island of the thousand Temples”.  Haldiði að það sé ekki yfir 20 þúsund hof á þessari pínulítilli eyju. Það er næstum hof fyrir hvert hús á eyjunni!

Krakkar í hefðbundum búningum. Hvítt og svart táknar jafnvægi ying og yang í heiminum. Hvíta höfuðfatið verndar gegn því að slæmar hugsanir komsist út í kosmósínn, sérstaklega í hofum

Krakkar í hefðbundum búningum. Hvítt og svart táknar jafnvægi ying og yang í heiminum. Hvíta höfuðfatið verndar gegn því að slæmar hugsanir komsist út í kosmósínn, sérstaklega í hofum


  • En þá eruð þið að hugsa: “ Það hljóta að vera fleiri en 20 þúsund hús fyrir allar þessar miljónir af fólki?”. Já auðvitað. Enhér eru húsaaðstæður mun öðruvísi því sem tíðkast fyrir vesan haf. Hér ætti enginn að vera heimilislaus vegna þess að jú, þú átt alltaf hús fjölskyldunnar að vernda. Fólk býr í einhversonar fjölskyldu “pound” (Berkas) þar sem hús og svæði eru erfð niður karlegginn kynslóð eftir kynslóð. Þegar par giftist þá flytur konan í hús fjölskyldu mannsins þar sem allir búa í sátt og samlyndi inná þessu svæði, stundum næstum fjórar kynslóðir í senn undir sama svæðinu! Þetta er “traditional” leið Balíbúa en með hnattvæðingu höfum við séð að hefðin er að þynnast út upp að vissu marki því ungir vilja frekar flytja út og búa einir. En húsið og landið þeirra fer aldrei neitt, það tilheyrir alltaf fjölskyldunni.  Ef þú verður “óvart” ólétt þá er það 100% skylda að giftast manninum sem þú ert ólétt eftir því ekkert barn má alast upp án föðurs og án heimilis. Það er í “lagi” að skilja en þá flytur konan úr fjölskyldusvæðinu og faðirinn fær automatískt allt forræði.

wedding in bali .jpeg
Balinese_house_compound.jpg  • Indónesía situr, eins og ísland, á eldhringnum eða “ The Ring of Fire”. Því eru jarðskjálftar og eldgos daglegt brauð en misalvarleg. Mikil ólga hefur verið síðastliðin tvö ár og gaus m.a Mt.Agung í fyrsta sinn í fyrra frá því 1942 og olli miklum ursla. Fjallið hefur verið að gjósa mjög regulega síðan þá en Balíbúar og gestir hennar þurfa ekki að hafa miklar áhyggjur af því. Aðrar eyjur hafa þó orðið mun verr fyrir barðinu eins og t.d Sulawesi og Lombok árið 2018 þar sem hundruðir dóu vegna jarðskjálfta og flóðbylgju.

Gunung agung.jpg  • Balíbúinn talar Indónesísku (Bahasa Indonesia)  en þeir eru einnig með sitt eigið tungumál (Balíska) og  sitt eigið letur. Reyndar held ég að flestar eyjurí Indónesíu séu mitt sitt eigið tungumál eða mállýskur, sem getur verið mjög ruglandi. Alltaf þegar ég spyr um eitthvað orð þá svara þau “Viltu fá að vita þetta á Indónesísku eða Balísku?”. Þegar ég ferðast um Indónesíu og reyni að bjarga mér á tungumálinu og nota óvart Balískt orð á meðan ég er á t.d Sumba, þau skilja þau mig nákvæmlega ekkert.  Og ég skil ekkert hvað þau eru að segja!

monkey in bali.jpeg  • Ég hef rosalega gaman af því að vita hvernig mismunandi menningaheimar fagna “áramótum” en á Balí eru einungis 210 dagar í árinu! Áramótin hér eru fögnuð með hátið sem ber nafnið “Nyepi” og er þriggja daga hátið sem endar á degi þar sem það er algjör þögn á eyjunni. Í alvöru. Engir bílar á götunum. Ekkert af fólki úti. Rafmagn og internet er slegið af ( ALLTAÐAR). Meira að segja flugvöllurinn er lokaður! Hér eigum við bara að vera heima, helst fasta og hugsa okkar gang. Magnað!

Sérstakir verðir passa uppá að enginn fari í út á Nyepi deginum sjálfum

Sérstakir verðir passa uppá að enginn fari í út á Nyepi deginum sjálfum

  • Plastpokar, einnota plast og rör var nýverið bannað með lögum hér á Balí, sem er frábært framlag. Einnig þarftu ekkert að vera að spá í því hvort að ísinn í glasinu þínu sé hættulegur - það eru sérstakar reglur hér sem varðar ís og er hann allur renndur í gegnum sérstakt yfirlit áður en veitingastaðir fá leyfi til þess að bera þá fram. Þetta á líklegast minna við þegar þú ert í wild-wild Balí… en ég stórefast um að þú sért eitthvað á leiðinni þangað!