Indónesía: Óvænt getaway til Nusa Ceningan

Það voru ekki bara herra og frú Sigurðsson sem gerðu sér rómantíska ferð þennan mánuðinn um Nusa Lembongan og Nusa Ceningan heldur pakkaði Andy mér í tösku óvænt einn daginn og upp í bát áleiðis til þessara eyja sem tilheyra Balí og eru amazing.

Nusa Lembongan hefur verið ein af mínum uppáhálds eyjum í Indónesíu síðan alltaf. Eins og ég nefndi þá tilheyra þessar eyjur Balí. Því er svipað fólk sem býr þarna og þau halda uppá hindúsismann og ég er náttúrulega yfir mig ástfangin af því öllu saman. En það er mun rólegra þarna en á Balí sjálfri og því amazing að skella sér þangað í getaway frá öllu brjálæðinu. Það tekur bara hálftíma bátsferð að komast þangað frá t.d Serengan og kostar mjög lítið. Ég fór þangað síðast árið 2015 þegar ég tók Open Water köfunarréttindin mín og síðan einusinni aftur í stutta könnunar ferð. Þessar eyjar eru alveg frábærar því það er AMAZING að kafa þarna og þrusugott að surfa þarna líka.

Fyrir surf-áhugasama þá eru öldurnar sem fólk er mest að vinna með eru Shipwrecks, Nomads og Playgrounds og eru staðsettar á Lembongan. Síðan er einnig hægt að fara á Ceningan Point, sem er þá á Ceningan eyju.


Nusa lembongan

Ég hinsvegar vissi ekkert hvað við vorum að fara að gera þegar Andy sagði að honum langaði að ræna mér í tvær nætur. Við vorum með brettin okkar svo ég hélt að við vorum bara að fara í stutt stopp til Keramas eða eitthvað en grunaði síðan að við vorum að fara um borð í bát þegar við vorum á leiðinni og þá datt mér Lombok í hug. Ég hoppaði hæðina mína þegar ég sá að það stóð Lembongan á miðanum mínum!!

Á móti okkur tók túrkísblái sjórinn og allt sem því fylgdi. Það sem kom mér mest á óvart var hvað það var buið að byggja mikið þarna frá því að ég var þarna síðast. Maður keyrir semsagt á milli þessara tveggja eyja, Nusa Lembongan og Nusa Ceningan yfir þessa brú hérna…

nusa ceningan bridge
yellow bridge nusa ceningan.jpg

… og ég man hvernig maður fór í gegnum skóga og stíga hérna í den til þess að komast að henni. Í dag er bókstaflega buið að byggja og byggja og hótel og veitingastaðir komnir um allt. En samt alveg þannig að það er enn ró og næði, og MJÖG hreint. Ég myndi segja að þessir tveir staðir séu fjölskylduvænustu staðir “Balí”.

Þar sem við vorum nýbuin að fara í næstum vikuferð til Medewi þá var ég tilbúin til þess að finna eins ódýrt gistiheimili og hægt var, enda á leiðinni heim til Íslands í heimsókn og á mega tight budgeti. Andy sagðist vera buinn að redda gistingu sem mér fannst smá spes því… já æ við gerum það alltaf saman!

En ok, þegar ég hélt að við vorum að fara að gista bara á einhverju litlu pleisi eins og við erum vön þá var drengurinn buinn að plana eitthvað allt annað og bókaði okkur á Blue Lagoon Avia Villas. Ég hélt að hann væri að grínast þegar hann sagði mér það. Það var ekki fyrr en við vorum mætt þegar ég fattaði að hann var ekki að grínast!

blue lagoon avia villas.jpg

Ok ég svo langt frá því að vera pían sem skrifar um fancy eða lúksus ferðalög og ég leyfi mér sko aldrei að splæsa í slíkt. Því fannst mér þetta hreinlega bara KLIKKAÐ! Ég lamdi Andy alveg nokkrum sinnum fyrir að eyða peningunum okkar svona en hann sagði bara “Til hvers að fá peninga ef maður eyðir þeim ekki stundum !!”

Og ég bara gaf eftir.

Villunar voru ekkert smá flottar! Fólk fær svona “hut” með einkasundlaug og öllu með því. Andy er að vinna hörðum höndum í að byggja fjórar villur á Balí í augnablikinu og var þetta því major inspó af því hvernig við viljum hafa villurnar. Geggjað að vera svona króaður af með sitt eigið space en samt svo nálægt sjónum að maður heyrði vel í honum.

Það var náttúrulega best að geta sólbaðað sig nakinn. Mér finnst ógeðslega leiðinlegt að sólbaða mig, en það er samt gaman nakinn!

nusa ceningan getaway.jpg
girl relaxing by the pool.jpg

Við eyddum þessum dögum bara í að músast og skoða okkur um. Sjórinn í kring er alveg meiriháttar en mjög þekktur fyrir að vera stórkostlega öflugur og hefur hann tekið marga út sem hafa aldrei sést aftur. Við ætluðum í snorkl til að reyna að sjá nokkra Manta Reys en ég viðurkenni að ég vildi bara helst eyða tímanum mínum á hótelinu þar sem það var svo fínt!!

Mig hefur hefur þó alltaf langað að reyna að sjá Mola Mola og maður hefur möguleikann á því þarna um kring. En eg geri það bara næst þegar ég er ekki á svona dýru hóteli haha.


The Hip in Hipster

The Hip in Hipster

girl on a swing.jpg
Haldiði að ég sé ekki buin að plata strákinn til þess að lesa “A New Earth”. Nú name-droppar hann Eckart Tolle eins og enginn sé morgundagurinn!

Haldiði að ég sé ekki buin að plata strákinn til þess að lesa “A New Earth”. Nú name-droppar hann Eckart Tolle eins og enginn sé morgundagurinn!

sunset in bali.jpg

Síðan kom það loksins í ljós að það var jú ástæða fyrir því að Andy lagði svo mikið upp úr þessari ferð. Í einni göngunni okkar um klettana, haldiði að drengurinn hafi ekki bara skellt sér á HNÉ og borið upp bónorðið!Heppin við að ferðalangur náði mómentinu á mynd!

Heppin við að ferðalangur náði mómentinu á mynd!

…Og ég sagði JÁ!

NewApril Smaradottir