Algengar spurningar um Balí

Hér kemur listi yfir mjög algengar spurniningar sem ég fæ vikulega til mín um Balí.

Ef það eru einhverjar spurningar sem þig vantar enn svör við, ekki hika við að skilja eftir í kommentum!

Hvenær er best að fara til Balí

Balí hefur tvær “árstíðir”. Blautir mánuðir og þurrir!
”Blautu” mánuðirnir eru frá mið des til ca mið mars en ég verð að nefna að þetta þýðir ekki að það rigni stanslaust, nema þá aðallega í Ubud og norðar. Venjulega rignir bara smá part dags og síðan styttir upp. Persónulega eru blautu mánuðurnir mínir uppáhálds vegna þess að þá er minna af fólki hérna en það er samt heitara, útaf rakanum. Sjórinn er einnig skítugri yfir blautu mánuðina þar sem drasl á það til að skolast frá öðrum eyjum og hingað yfir. En á sama tíma er þetta “low season” og því minna af fólki og ódýrara að vera og koma hingað.

Þurru mánuðurnir eru bjartir en nokkuð svalir. Eina er að það er virkilega mikið af fólki hérna á þessum tíma.
Pro tip til að sniðganga allt liðið er að kíkja á minni túristasvæði eins og t.d Amed eda Medewi.

Þarf ég vegabréfsáritun til Balí?

Ef þú er ekki lengur en 30 daga þá færðu fría áritun við komu sem þarf ekki að sækja um fyrirfram.
Ef þú ert undri 60 daga þá færðu áritun við komu gegn gjaldi en þessa áritun þarftu að framlengja sjálfur/sjálf eftir 30 daga. Eftir þessa 60 daga þarftu að fljúga úr landi.
Ef þú ert að hugsa um að vera í sex mánuði eða minna þá þarftu að sækja um social visa fyrirfram, eða sækja um social visa til Singapúr eftir 60 daga við komu þína til Balí.
Þessar vegabréfsáritanir gilda um alla Indónesíu.

Er óhætt að fara einn/ein til Balí?

110% já. Svo lengi sem þú ert með höfuðið á réttum stað (Ekki vera einn í dimmum húsasundum um miðjar nætur) þá ættirðu að vera golden. Lang flestir koma hingað einir, en svo er maður auðvitað sjaldan einn þar sem það er svo mikið af fólki sem ferðast hingað!

Hvar er best að vera á Balí?

Það fer algjörlega eftir hverju þú ert að leitast eftir

Fyrir jóga & markaði: Ubud
Fyrir surf: Canggu fyrir algjöra byrjendur. Uluwatu svæði fyrir þá sem vilja eiga fleiri möguleika á surf-svæðum, Medewi fyrir byrjendur en vilja ekki vera í kringum mikið af fólki heldur vilja einungis einblýna á surf.
Versla og öflugt næturlíf: Seminyak
Köfun: Amed, eða fara yfir til Gili Eyjanna sem er ca 2klst bátsferð frá, eða Lembomban sem er 30 mín frá.

hvaða staði ætti ég að forðast á balí?

Stutt persónunlegt svar: Kuta

Hvernig taka Balíbúar á móti samkynhneigðum?

Balíbúum er upp til hópa slétt sama en auðvitað er fólk inná milli ( aðallega fólk frá öðrum eyjum) sem hafa einhverja skoðun á þessu. Samkynhneigðum ætti að líða öruggu hér.

Þarf ég að hafa áhyggjur af Dengue, Malaríu og Zika?

Malaríu er ekki hægt að finna á Balí en Dengue er algeng, sérstaklega í bæjum þar sem stöðugt vatn er. Það er ekki hægt að fá sprautu við Dengue. Dengue smitast einungis á daginn með moskító og því besta vörnin að spreyja nóg ef þú ert t.d mikið í kringum Denpasar, Kerobokan eða jafnvel Canggu.
Zika hefur ekki verið greind á Balí í mörg ár, þrátt fyrir að Indónesía sé listuð sem áhættusvæði ( grunar að það sé þá á öðrum eyjum en á Balí).

Er þess virði að fara til Gili Eyjanna?

Margir halda að Balí og Gili sé basically það sama en Gili eru allt aðrar eyjur með allt öðruvísi menningu og hefðum. Fyrir mér eru allir staðir þess “virði” að fara á ef þú ert að ferðast á annað borð og auðvitað er það undir hverjum og einum komið hvað þeir eru komnir til að sjá. Persónulega finnst mér mjög gaman að fara til Gili eyjanna þar sem þær eru rólegar og með stórkostlega köfun, eitthvað sem ég get ekki sagt að Balí hefur. Það er meira svona “tropical vibe” að fara til Gili eyjanna en ef þú átt mjög erfitt með að “hafa ekkert að gera”, þá skaltu prófa eitthvað annað! Fólk á það til að leiðast þarna, en fyrir þá sem vilja slappa af þá eru Gili Fullkomnar!

Vantar einhverjar spurningar hér inn? Ekki hika við að skilja eftir komment!