Vipassanna: 6 daga þagnaðarbindindi í Thailandi og afhverju ég strauk

Eftir mína fyrstu heimsókn í hugleiðsusetur í Nepal sór ég að ég myndi helga mér 10 dögum á hverju ári í einhverskonar hugleiðsusetri. Ég var stödd í kambódíu þegar ég var að klára aðra önnina mína í meistaranáminu mínu og eftir að ég var buin að taka prófin mín þá flaug ég rakleiðis til Chiang Mai í Thailandi og skaut mér lengst upp á fjall í setur sem ég hafði heyrt af og heitir “Doisutep Vipassanna Meditation Center”

vipassana thailand.jpg 

Það tók mann smá tíma að komast þangað enda hofið á toppi fjalls, sem mér fannst persónulega geggjað. Í þetta sinn var ég buin að fá þær leiðbeiningar að maður þurfti að vera í hvítum fötum svo ég splæsti í tvö sett af hvítum náttfötum, eða þú veist þannig. Eftir að ég var buin að greiða himinháa upphæð til þess að komast upp á þetta blessaða fjall hófst  ævinýtrið að finna blessaða musterið en það var hægara sagt en gert. Eftir ágætis göngu í gegnum einhvern skóg, ein, fann ég sjálfa mig á virkilega friðsældu munkahofi. Þarna strolluðu hljóðir búddamúnkar um í algjörri núvitund og var orkan frá þeim ekkert annað en smitandi. Ég fann fyrir instant ró en á sama tíma leið mér allt í einu eins og ég væri ekki tilbúin til þess að vera þarna. En það gerist oft svona í byrjun svo ég hélt áfram að checka mig inn og koma mér fyrir.

 

Ok ég reyndar ætti að skjóta einu inn. Á milli prófsins og heimsókninnar minnar í setrið þá hélt ég mitt eigið einka retreat fyrir sjálfa mig. Ég slökkti á miðlunum mínum og netinu og setti upp mitt eigið ashram í tíu daga þar sem eg sat í þögn með sjálfri mér til að hugsa mín mál. Ég var nýbúin að lenda í áfalli og vildi díla við það á sem heilbrigðasta máta og ég gat og var þetta mín leið til þess að gera það. Skal blogga um þessa einkaveru mína seinna. Eftir 10 stórkostlega daga í einveru og þögn flaug ég til Ciang Mai þar sem ég hafði skráð mig í enn annað 10 daga þagnaðarbindindi, en í þetta sinn með öðru fólki.

 

Hér var skylda að vera í þögn og þrátt fyrir að það var í lagi að hafa símann á sér þá var ekkert internet. Fullkomið. Hér máttum við líka vera með bækur og penna og slíkt sem var mjög öðruvísi þeim reglum sem voru í Nepal. Ég endaði ekkert á því að lesa en var dugleg að skrifa,  

Mér var útvegað virkilega næs, hreinu og rúmgóðu herbergi með shared baðherbergi. Dagarnir hófust klukkan hálf sex á morgnanna með möntrusöng á Pali máli. Mér finnst erfitt að lesa Pali, mun erfiðara en Sanskrit þrátt fyrir þeir úvega manni auðvitað textann með rómverskum stöfum. En ég ELSKA að hlusta á pali söngháttinn, þessi dularfulli mónótónn sem minnir mig bæði á barnæskuna mína (mamma er búddhi) og ævintýrinu með múnkunum yfir Himalaya fjöllin. Múnkurinn okkar, sem var einnig kennarinn okkar, sá um að gefa okkur leiðbeiningar yfir daginn og gefa okkur áhugaverða fyrirlestra um búddisma og lífið og tilveruna.

Hér vorum við að vinna með tvær aðferðir: Sitjandi hugleiðslu þar sem fókusinn var settur á ris og fall andadráttarins á maganum eins vegar og hinsvegar gerðum við gönguhugleiðslu, þar sem fókusinn var settur á skrefin okkar og núvitundinni í því að lyfta og færa fótinn.

Sitjandi hugleiðslan var pís of keik, enda mjög svipuð aðferðinni sem við gerðum í Nepal en þessi gönguhugleiðsla gékk alveg frá mér. Sem er einmitt ástæðan fyrir því að það var gott fyrir mig að gera hana!

Fyrir áhugasama, þá eru leiðbeiningar af labbandi hugleiðslu hér:

buddhist practise in thailand.jpg

Setrið sjálft var fallegt og staðsett í miðjum skógi. Rétt fyrir aftan setrið var frægt hof þar sem túristar fóru til að biðja og til þess að smella nokkrum myndum af stórkostlegu útsýni yfir Chiang Mai. Við vorum samt nógu langt í burtu til þess að verða ekkert fyrir þeim.


Það voru kanski tíu iðkendur í senn í setrinu. Það var ekki kynjaskipt og ég held að pör máttu alveg vera saman í herbergi ( smá skrítið en hvað með það).

Allavegana, síðan rann dagurinn bara áfram með tilheyrandi matarpásum ( grænmentisfæði og innifalinn í “verði”). Dagurinn skiptist í labbandi hugleiðslur + sitjandi hugleiðslur. Um eftirmidaginn var munkurinn okkar með fyrirlestur þar sem hann leiðbeindi okkur áfram og svaraði spurningum. Og síðan hélt dagurinn áfram. Labbandi hugleiðsla. Sitjandi hugleiðsla. Hring eftir hring þar til klukkan sirka átta um kvöldið og þá var haldið inn í herbergi. Þetta var í raun mjög gott og notalegt í heildina.

En mikið sem ég var komin með ógeð af því að vera í þögn, sérstaklega í ljósi þess að ég var buin að vera í einkaverunni minni þarna áður fyrr. En ég var buin að tileinka og tilkynna að ég ætlaði að vera í tíu daga og var svona… semí staðráðin í því. En strax eftir þriðja daginn minn þarna þá var ég bara: “Hvað er ég að spá?”

Fjórði dagurinn var hryllilega erfiður þar sem ég náði ekkert að einbeita mér. Mig langaði bara að standa upp og dansa. Mig langaði að hlaupa og HLÆJA. Ég þráði að hlæja.

Á fimmta degi gat ég hreinlega ekki setið kyrr. Á meðan hugleiðslunum stóð hugsaði ég stanslaust með mér : “ Apríl. Halló. Hafa gaman. Ekki vera svona alvarleg. Stundum þarf líka að hafa gaman!”

Á sjötta degi vaknaði ég á réttum tíma og söng möntrurnar mínar. Gerði morgunhugleiðsluna og borðaði morgunmat. Fór í sturtu og undirbjó síðan mega ræðu því ég var buin að ákveða að ætla að fara og vissi að kennarinn yrði líklegast ekkert alltof sáttur að ég væri að gefast upp. Því það var nákvæmlega það sem ég var að gera - Að gefast upp. En mér var alveg sama, þetta var bara alls ekki það sem ég þurfti á að halda!

Ég fór síðan uppá skrifstofu þar sem fann munkinn okkar og tilkynnti honum að ég ætlaði að fara . Í dag.

Hann minnti mig á að ég væri stjórnandinn í mínu eigin lífi og ef ég var alveg viss þá var mér frjálst að fara. Og ég var bara : “Ó”. Haha. Haldandi að hann ætlaði að reyna að tala mig af því.

Jæja, þá pakkaði ég bara í töskurnar og tveimur dögum eftir var ég farin til Balí, keypti mér sörfbretti og sörfaði næsta árið.