Veran mín í Ananda Ashram

Ég heyrði fyrst um “Ashram” þegar ég las Eat Pray Love árið 2008 og fannst hugmyndin á bakvið conceptið svo fallegt. Auðvitað var ég á ENGUM stað þá til þess að heimsækja slíkan stað sjálf, en eftir að fyrstu veruna mína í svona “semi” ashrami í Nepal 2017 þá hafa þessar heimsóknir verið mjög mikilvægar fyrir mér, hvort sem að ég bý til hálfgert ashram sjálf ( skal blogga um það seinna) eða ef ég fer og heimsæki slík setur einhverstaðar.

 

Fyrst lærði ég að Ashram væri hálfþýtt sem “ A place of spiritual shelter” og hef fundið að öll þau þrjú sem ég hef heimsótt eru með mismunandi áherslur, auðvitað. En það sem þau hafa öll haft sameiginlegt er að þetta er staður til þess að fá að kúpla sig (í alvörunni) frá umheiminum og vinna fulla vinnu í sjálfum sér á andlegu “spiritual “ leveli. Ég hef nú þegar bloggað um veruna mína í Vipassanna Ashram-i í Thailandi ( og afhverju ég strauk) og fyrstu veruna mína í Nepal. En núna heimsótti Ashram í Ubud, Balí!

 

Ok ég er semsagt buin að eiga ótrulega skrítið ár á svona “spiritual” stigi þar sem mér hefur liðið eins og ég sé við hliðiná sjálfri mér.  Mér leið svona mun oftar þegar ég var yngri en náði einhvernvegin að vinna vel úr því sérstaklega eftir veruna mína á Írlandi og aðstöðina sem ég fékk þar. Ég hef ætlað í Ashram SVO LENGI núna en finn mig alltaf fasta á Balí í amstri lífsins. Fattaði það síðan mjög seint að eg get auðvitað fundið eitt setur hér og sest að þar, og eftir 0.5 sek af gúggle searchi þá fann ég Ananda Ashram.

 

Ég gat ekki beðið eftir að fara og hálfgert datt inn inn um dyrnar hjá þeim eftir mjög upptekinn mánuð af vinnu, ferðalögum og fjölskyldu ( ég flaug 3x inn og út um Balí á 3 ½ viku! ). Þurfti mikinn breather og helst bara ekki tala við neinn í svona mánuð.

 

Ananda Ashram en concept sem Guruji Ananda Krisha setti upp fyrir 25 árum og býr sjálfur á. Fyrsta veran mín á svona stað var Vipassanna sem er, eins og sumir hafa mögulega lesið um, þagnaðarbindini og hugleiðsla frá 4 að morgni til 8:30 að kvöldi til í einhverri holu lengst í fjöllum Nepal. Ananda er mjög, mjög öðruvísi og er fullkominn staður til þess að byrja fyrir þá sem vilja fá smjörþefinn af því sem fer fram á svona stöðum án þess að missa vitið. Hehe.


Anand-Ashram-Ubud-1.jpg

 

Fyrsta sem ég tok eftir var hvað það var fallegt þarna og öll herbergin hrein og tilbúin fyrir þig. Ég fékk einkaherbergi sem kostaði 10USD meira en dorms (20 USD). Já, það var einmitt eitt sem stóð uppúr, gistingin kostaði á meðan mín fyrri tvö hafa verið donation based og yfirleitt “eiga “ ashröm að vera það.  Allavegana, annað var að það er í góðu lagi að tala og spjalla þarna ( Hef alltaf farið í þagnaðar-asrhöm) og síðan... mesti downerinn.. ..það var INTERNET þarna.

 

Á fyrsta degi truflaði mig þetta allt saman GÍFURLEGA. Ég þráði þögn og friðsæld en heyrði endalaust í fólki spjalla og mátti jafnvel fara út af ashram-inu hvenær sem ég vildi! Mínar fyrri heimsóknir hafa verið mjög strangar reglur varðandi þetta (bascally, þú mátt ekki fara NEITT).  Ég er greiniega pía sem þarf sjúkan aga - ég lærði það um sjálfa mig

 

Ég hafði bara tíma/pláss til þess að vera í þrjár nætur og ég viðurkenni að fyrsta nóttin var erfið. Mér fannst ég bara endalaust föst í einhverjum látum (komin á þann stað að hið minnsta hjal eru LÆTI fyrir mér)  en fann síðan að ég átti aðallega bara erfitt með að lenda og það var vandamálið mitt. Annað vandamálið mitt var að ég var að kenna öllu öðru/öðrum um mína eigin friðsæld og sjálfsvinnu. Fyrsta kvöldið mitt fór í að endurhanna hugann minn aðeins (Skal blogga um það seinna) og þurfti að minna mig á hvað ég var að gera og hvar ég var. Morguninn eftir var strax miklu betri, eftir að ég var buin að hreinsa hugsanirnar og sjá hlutina skýrt : Að þessi vegferð er MÍN og ég ræð hvað eg geri við tímann minn hér! Fólkið fyrir framan er ekki að koma inn í herbergið að bögga mig, heldur LEYFI ÉG ÞEIM að bögga mig. Internetið stígur ekki upp úr símanum mínum og þvingar mig til þess að tjékka á póstinum mínum, heldur geri ég það sjálfviljug. Lagaði þetta strax og allt varð betra.

 

Heimsóknin mín í Anananda var síðan alls ekki fyrri vonbrigðum. Svona voru dagarnir okkar

 

Við byrjuðum klukkan 06.00 (Sem í mínum heimi er basically að sofa út í svona Ashrami) og við eyddum góðum tíma í að syngja morgun möntrur+ hugleiðslu. Það var geðveikt og ég naut þess mikið að læra nýjar möntrur. Ég man að það var alltaf upppáhálds tíminn minn á Indlandi.

Agnihotra-Fire-Meditation.jpg

Þaðan gerðum við Agnihotra  (eldhreinsunar serímoníu)  sem var enn betra. Reyndi mitt besta sð skila af mér öllu því neikvæða sem var í mér og var að hrjá mig og mér leið svoooo vel eftir það.  Sungum miljón möntrur hér líka sem var æði. Swa-ha!

Note to self: Panta af amazon allt í DIY Agnihotra.

 Þaðan fórum við í jóga sem var mikið upside því það hefur alltaf verið bannað hingað til. Þrátt fyrir að þetta var mest gentle dæmi sem ég hef upplifað þá var geggjað að byrja daginn á smá teygjum og núvitund á mottunni. Ég þurfti að minna mig á að allt þarf ekki að vera hot power jóga sko, en það er stundum erfitt fyrir allann þennan eld sem ég geymi innra með mér! Þetta var næs.

 

Svo kom að uppáhálds tíma dagsins sem var morgunmatur (innifallinn í verði). Sko þessi kokkur var bara another level og ekki skemmdi fyrir hvað HANN SJÁLFUR var nice og maður fann klárlega fyrir ástinni sem hann setti í matinn okkar ( Ayurveda, look it up).  Allt var grænmetisfæði (auðvitað ) ásamt tei og slíku.

 

Síðan kom einhver þriggja klst pása sem er crazy löng pása miðað við það sem eg var vön. Margir fóru út fyrir setrið til að skoða Ubud en ég hélt mig alltaf innan um veggi setrisins. Viðurkenni að ég lagði mig á fyrsta degi, en minnti mig síðan á að ég þurfti að nýta tímann vel þar sem ég var bara í fjóra daga.  Eftir fyrsta dag dró ég upp allar galdrabækurnar mínar og möntrurnar og las og söng af mér allt vit þar til að það kom að....

 

HÁDEGISMÖNTRUSÖNGI

Hér sungum við Tripura Gayatri Mantra 108 x og meððí. Maður var orðinn vel sónaður eftir þessa setu skal ég segja ykkur og hef ég haldið fast í þessa síðan ég fór úr setrinu líka.

क्लीं त्रिपुरादेवि विद्महे कामेश्वरि धीमहि। तन्नः क्लिन्ने प्रचोदयात्॥
Kleem Tripuradevi Vidmahe Kameshvari Dhimahi। Tannah Klinne Prachodayat॥ 

Síðan kom að hádegisverði, sami yndislegi maturinn eftir yndislega kokkinn okkar sem lagði enn meiri ást í þetta sinn!

 

Klukkan þrjú var síðan “Active meditation” sem ég bara persónulega fíla ekki. Við lærðum nýjar aðferðir á hverjum degi en ég hef fundið að fyrir mig sjálfa þá þarf ég bara að sitja og þegja. Það var þó gaman að prófa eitthvað nýtt og ég minnti mig á það.  Aðferðirnar voru rosalega þemaðar á það að skila frá okkur því sem þjónaði okkur ekki eða losa um stíflur.

 

Síðan voru alltaf mismunandi kvöldplön. Ég var svo heppin að stjörnufræðingurinn Jeffrey Armstrong kom í heimsókn eitt skiptið með fyrirlestur og Q&A. Það var ótrúlega skemmtilegt því ég hef fylgst með honum áður og elska að hlusta á það sem hann hefur að segja. Við vorum einnig með Kirtan kvöld sem var alveg meiriháttar og hér fékk ég tækifæri til þess að syngja enn meira.

 

Mynd tekin af @elinkristjans af einu skiptunum á ströndinni

Mynd tekin af @elinkristjans af einu skiptunum á ströndinni

Ok kanski best að deila því með ykkur að söngur og möntrur en ein öflugasta heilunaraðferð sem ég á fyrir sjálfa mig. Ekki vegna þess að ég kann að syngja ( Cuz I don’t) en vegna þess að ég hef haldið mörgum leyndarmálum og tilfinningum lengi innra með mér sem hefur haft ákveðnar afleyðingar með sér og til að gera langa sögu stutta, þá á ég að gera hljóð eins mikið og ég get í gegnum söng. “ Release your voice” eins og Írski shamaninn minn kenndi mér og henti mér síðan fósturstellingu á jörðina til að gera djúp “oooo” hljóð. Þetta er aðferð sem ég hefur fylgt mér síðan og hjálpað mér alveg gríðarlega! Finnst yfirleitt best að gera þetta ofaní sjóinn svo sjórinn getur tekið allt draslið sem ég ber innra með mér. Strandgestum finnst þetta alltaf skemmtileg sjón en mér er sama :) Mæli með.

AK.jpg

Síðan hittum við Guruinn sjálfan, auðvitað. Þvílík vera. Ein kvöldhugleiðslan sem hann leiddi okkur í gegnum skaut mér á einhvern stað sem ég hef ekki farið á í mjög langan tíma. Þegar hann dró okkur upp úr henni leið mér eins og það var hreinlega brotið á mér! Eftir hugleiðsluna var ég sú fyrsta sem átti að deila einhverju og voru fyrstu orðin mín til hans einfaldlega: Sorrý ég er í svo míkilli vímu að ég get ekki talað við þig. Takk samt. Salurinn hló og hann líka og sagði “Besta víma sem þú getur upplifað, er það ekki?”

Ég var alveg innilega hrifin af Guruinum okkar. Hann var með einstaka nærveru og það var æði að hlusta á hann deila viskunni sinni með okkur. Mér leið aldrei eins og hann þurfti að vera einhverstaðar annarsaðar en þar sem hann akkúrat var. Hann sat með okkur lengi lengi lengi, eða hreinlega þar til að VIÐ vorum búin. Stundum finnst manni eins og kennarar eru alltaf að flýta sér og hafa lítinn tíma til að sinna nemendunum sínum en þessi fær frábær meðmæli. Það er svo mikilvægt að líða velkomum á stöðum sem þessum.

Á fjórða degi ákvað ég að lengja veruna mína og langaði að vera í 1-2 daga í viðbót en því miður var ég of sein til þess að bóka. En um leið og ég var buin að “lenda” þá langaði mig bara alls ekkert að fara aftur heim. Þessi rútína var fullkomin þrátt fyrir að hún var ekki jafn intense og ég hef verið vön. En allt er eins og það að vera og það er alltaf fullkomið.

Fyrir þá sem vilja kíkja á þetta ashram þá er slóðin á heimasíðuna þeirra hér.NewApril Smaradottir