FoundAtSea-@teisbe-300dpi-3194.jpg
 

Stutta útgáfan…

Ég hef verið að ferðast um heiminn nánast stanslaust frá því árið 2013 og hef nú komið mér fyrir á eyjunni Balí! Ég hef alltaf einblýnt á ódýrar og spontant leiðir til þess að ferðast sem MEST og elska að fara óhefðbundnar leiðir í lífinu. Hér langar mig deila upplifunum mínum með ykkur og því sem ég hef lært á leiðinni. Ég er mannfræðingur, jógakennari, leiðsögumaður,  tarotlesari, bókanörd og elska að kafa og sörfa!

 

 

Lengri útgáfan…

Átakanleg æska gerði það að verkum að ég fór í gegnum meiripart lífs míns á hnefanum og hleypti engum að. Sjálfsniðurrif, sjálfskaði og reiði var mitt “eðlilega líf” þar til að ég lenti á botninum með sjálfa mig árið 2013. Eftir að fjölskyldumeðlimur lagði það til að ég myndi hitta prófessjónal vegna klofins persónuleika, ofvirkni, PTSD, ofsaþunglyndi eða hvaða label sem það var þá ákvað ég að taka málin í mínar hendur.  Ég seldi allt sem sem ég átti til að ferðast um heiminn og læra að meta hann uppá nýtt og hef ég verið að gera það alveg síðan þá. Mikilvægasta ferðalagið sem ég hef þó farið á er klárlega innávið þar sem ég hef mikinn metnað fyrir því að læra hvernig á að vera ekki fórnarlamb hugsananna minna. Málefni um sjálfsástina er mér því mjög kær. Ég er langt í frá komin á leiðarenda, ég veit að þetta er allt að byrja og ég á klárlega heilu mómentin, dagana, vikurnar þar sem ég re-plasa í gömul mynstur. En í hvert sinn vil ég trúa því að ég er betri og betri að komast upp úr þeim og finnst ekkert betra en þegar ég get deilt aðferðunum mínum áfram!